Hjörtu fulll af draumum...

Þá er hann runninn upp hinn makalausi 4. júlí í sól og sumaryl hér á norðurhjara. Loksins hefur þokuloftið og súldin verið hrakin á brott í firðinum.

Það er afmæli lítils stúfs í Konungsfjalli í dag. Til hamingju, elsku Jakob! Amma og Birta eru á leiðinni í stóru flugvélinni. 

 Búin að berja báða fyrirlestrana saman fyrir stóra draumþingið og glærur tilbúnar með aðstoð Villa. Og ánægð með afraksturinn. Hjörtu full af draumum og íslenskur dreymandi í ítalskri pílagrímsferð.

 Rómargangan endar í Konungsfjalli að þessu sinni með því að heiðra minningu formóður vorrar, Guðríðar þorbjarnardóttur, sem bæði kom til Vesturheims og braut með því blað og gekk síðan til Róms. Meiri krafturinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband