Þá er hann runninn upp hinn makalausi 4. júlí í sól og sumaryl hér á norðurhjara. Loksins hefur þokuloftið og súldin verið hrakin á brott í firðinum.
Það er afmæli lítils stúfs í Konungsfjalli í dag. Til hamingju, elsku Jakob! Amma og Birta eru á leiðinni í stóru flugvélinni.
Búin að berja báða fyrirlestrana saman fyrir stóra draumþingið og glærur tilbúnar með aðstoð Villa. Og ánægð með afraksturinn. Hjörtu full af draumum og íslenskur dreymandi í ítalskri pílagrímsferð.
Rómargangan endar í Konungsfjalli að þessu sinni með því að heiðra minningu formóður vorrar, Guðríðar þorbjarnardóttur, sem bæði kom til Vesturheims og braut með því blað og gekk síðan til Róms. Meiri krafturinn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.