Myrkur á ágústkvöldi

Sumri hallar... Farin að kveikja á lömpunum, komið þetta hefðbundna og ljúfa myrkur á ágústkvöldi.  

Það er margt að baki og er vel. Raunar ótrúlega margt eftir þetta viðburðaríka sumar. Allt gekk að óskum í Konungsfjalli með fyrirlestrahaldið á draumaþingi; Rómargöngu og draumhjörtu sjómanna. 

Átta mig á að pílagrímsförin heldur áfram - lýkur sjálfsagt aldrei - og nú á nýjar slóðir. Trúlega verður það næst Magdalenuhöfði/Kapelluhöfði, sem förin liggur til, Cap-de-la-Madeleine, í Quebec. Elsta kapella/kirkja Kanada er þar staðsett, og Chemin du Roy, elsti vegur Kanada, liggur þar um.

Merkilegt hvernig maður rambar á þessa vegi - og staði.

Hef séð glitta í Magdalenuhöfða úr lofti yfir St. Lawrence stórfljótinu þar sem það mætir St. Maurice með borgina Trois Riviers á næsta leyti. Undarlegt aðdráttarafl svona úr lofti...

 Flestir Íslendingarnir, sem fóru til Vesturheims, komu upphaflega til Quebec fylkis enda þótt þeir dreifðust síðan þaðan. Kannski er enn eitthvað að heyra af þeim og þeirra draumum í Cap-de-la-Madeleine?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband