Sjónvarpsmoðið er hreint að drepa mann úr leiðindum.
Og ekki bæta fréttir af nýjustu hræringum í íslenskri pólítík neinni sérstakri vonarbirtu við svona ef maður spáir í raunveruleikann og þjóðlífið.
Það bjargaði síðustu kvöldum að horfa á Sporvagninn Girnd með stórgóðum leik Ann-Margaret og síðan Toscu í frábærum flutningi óperuparsins Angelu Gheorghiu og Roberto Alagna. Bæði verkin heilmikið drama, en þó eitthvað, sem maður tengir við og skilur. Annað en flatur óskapnaðurinn.
Veit ekki; sjálfsagt eitt depurðarkastið enn í allri græðgisvæðingunni þessi farsi sem nú er á samfélagsfjölunum. Og bla, bla, bla á skjánum kvöld eftir kvöld.
Ólympíuleikarnir lífga þó aðeins uppá; rauði liturinn kemur sterkur inn.
Sviðssetningar og brellur.
Kemur ekki á óvart að orðatiltækið að halda andlitinu sé komið frá Kínverjum.
Flokkur: Bækur | 16.8.2008 | 10:38 (breytt kl. 11:02) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.