Alba með gott gengi

Gaman var að sjá í heimsókninni til Skoltands - sem var frábær - hve mikið Skotar eru farnir að nota hið forna heiti landsins, Alba. Maður sér þetta strax nýlentur þegar komið er inní flugstöðvarbygginguna; Alba blasir við á veggjunum og skoski þjóðfáninn. Já; það hefur sannarlega lyft sjálfstrausti þeirra í hærri hæðir að öðlast sitt eigið þing enda gengur þeim nú mun betur í mörgum málaflokkum eins og í heilbrigðis-, félags - og velferðarmálum en nágrannaþjóðinni south of the border.

 Já; það er óhætt að segja að Alba gangi vel því í gærkvöldi sigruðu Skotar landsliðsleikinn í fótbolta við Íslendinga. Þeir síðarnefndu hefðu þurft á smá sjokkterpíu að halda þarna inni á vellinum strax í fyrri hálfleik vegna framgöngu versta dómara Belgíu. Nuts!

Nú er bara að spýta í lófana og halda áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband