Hvað er hvurs virði, varð mér hugsað í morgunsárið á þessum bjarta og haustfagra sunnudagsmorgni. Á alþjóðlegum degi friðar með jafndægri á hausti á næsta sólarhing. Á tímum þar sem kaup og sala peninga er mál málanna.
Já; hvað höfum við svo sem fengið fyrir þessa peninga, þessa dýru peninga, sem hér eru í umferð? Þau eru ófá málin, sem engir peningar koma í. Þó mál, sem miklu skipta fyrir fjölskyldurnar í landinu, að ekki sé nú minnst á gamla fólkið, bakstoð nútímasamfélags hér á Fróni.
Er eitthvað annars að gerast til að rétta hlut fólks? Fjölgað ekki um eitt stöðugildi hjá Ráðgjafastofu heimilanna? Sei, sei.
Stjórnvöld að vanda slyng að skilgreina sig frá vandanum. Bara halda áfram með brauð og leika... og kaupa og selja peninga.
En verður mennskan keypt? Og seld?
Flokkur: Bækur | 21.9.2008 | 09:24 (breytt kl. 09:37) | Facebook
Athugasemdir
Bæði keypt og seld.
Jakob Falur Kristinsson, 21.9.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.