Er íslenska þjóðin sýndarveruleiki?

Við höfum séð það svart áður hér á Fróni. Munurinn er þó sá, að þá var það náttúran og hamfarir hennar, sem spiluðu stærsta hlutverkið, nú eru það mannanna gjörðir. Sextánda og sautjánda öldin urðu mönnum t.d. víða erfiðar vegna veðurfars, móðuharðinda og stóru bólu; í stóru bólu einni féll t.a.m. um 1/3 þjóðarinnar.

En nú er öldin önnur. Það er ekki bara svart yfir að líta, heldur kolbikasvart.

En birtir ekki alltaf til? Jú; maður skyldi halda það en að mörgu leyti gilda önnur lögmál nú. Erfitt að sjá að verið sé að bregðast við vanda almennings, heimila og fyrirtækja. Viðbragðið er ekki komið enn. Dauðateygjur gamla kerfisins enn í gangi. Þjóðin er bara sett á hold á meðan eins og hún lifi í einhverjum sýndarveruleika ráðandi afla; öll vel tryggð fyrir hvers kyns hamförum. 

Innviðir samfélagsins fúnir og spilling víða í stórum sem smáum einingum. Það þarf sannarlega nýtt fólk út um allt því hin ráðandi öfl hafa haft sín tækifæri og tími þeirra er liðinn. Alveg morgunljóst að sama fólkið getur ekki endurnýjað og endurskipulagt samfélagið, það hefur ekki þrek, nýsköpunarhugsun, eða siðferðilega burði til þess. Burt!

Í þeim glundroða sem blasir við, eru það fremur ýmsir hópar, sem eru áberandi frekar en einbeitt þjóðarheild, sem berst til nýrrar sóknar. Fyrir vikið eru ekki mörg ljós í myrkrinu. Það gæti reynst langdregið og sársaukafullt.

En verðum við ekki samt að trúa á ljósið í myrkrinu? 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband