Áfram skal haldið á Ísalandi

Áfram skal haldið inn í nýtt ár.

Það verður gott að kveðja árið 2008, hamfarir þess marka sannarlega sársaukafull tímamót hjá mörgum; skekja allt að grunni.

Alltof lítið hefur verið gert til að laga hlutina á raunhæfan hátt, eða hvaða þjóð ræður við 30% vexti? Ef kristin mælistika væri lögð á þessa stefnu og raunar einnig íslömsk, þá væri þetta háa vaxtastig hámark hins óguðlega. Say no more.

Óhjákvæmilega verða þó breytingar enda þótt þær láti á sér kræla. Gamla kerfið streitist við að deyja, gefast upp sem sjá má út um víðan völl þjóðfélagsins.

Já; það getur tekið langan tíma að deyja...

Give me a good life, eins og segir í lokaþætti hinnar mögnuðu átakasögu Austan Eden, er ekki lítið að biðja um, en sagt í auðmýkt hjartans og af fyllstu einlægni, þá er það alveg framkvæmanlegt, þ.e.a.s ef við getum stillt saman strengina.

Áfram skal haldið á Ísalandi. Saman.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband