Hún á afmćli í dag, hún B. (Bee...), dóttir mín. Sannkölluđ orkídea.
Ánćgjuleg samleiđ allt frá byrjun í Skerjafirđinum. Lítil birna nýfćdd heima sem reyndist björt ćvintýraprinsessa er á leiđ.
Nú er ţađ Vesturgatan og orkídeudraumar; á vit nýrra tíma. Merkilegt hve ţađ fagra blóm orkídean hefur gćgst inn í líf B. á ýmsum tímabilum. M.a. í átthögum forfeđranna í Balquhidder og eins í Miđ Ameríku í dýraverndinni ţar. Í heilum orkídeuverndargarđi í Costa Rica og ađ passa afskipt dýrin stór og smá. Sćtur ilmur orkídea allt umlykjandi. Snemma beygist krókurinn. Ekki ađ furđa ađ Dalur dýranna hafi reynst uppáhaldsbókin fyrstu ćviárin...
Og nú fást afskornar orkídeur loks í íslenskum blómabúđum.
Til hamingju međ daginn, orkídea B.
Bćkur | 25.6.2007 | 13:12 (breytt kl. 13:13) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkvćmt gömlum viđmiđum byrjar sumariđ í dag 21. júní; Sumarsólstöđur. Lengsti dagur ársins og sólstöđurnar sjálfar á tímakvarđanum 17.06. Hvítur og mildur dagur.
Kannski birti í loftin međ kvöldinu og sólarlagiđ - svo stutt sem ţađ nú er - sjáist vel viđ mynni fjarđar. Ţegar sólin rétt tyllir sér á hafflötin eina örskotsstund laust eftir miđnćtti.
Kaldbakur og Múlinn, öldungarnir tveir, kóróna Sólar í Norđrinu. Merk draumfjöll báđir og búnir ađ vera hér lengi.
Ađ baki er nóttin, ein merkasta draumnótt ársins skv. ţjóđtrúnni, og gengu mér ýmsir draumar. Ekki skrítiđ ađ forfeđur vorir hafi trúađ ađ ţeir gengju í fjöllin viđ ćvilok...
Já; ţá dreymdi stórt gömlu mennina.
Viva!
Bćkur | 21.6.2007 | 15:11 (breytt kl. 17:23) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun fór Gullregniđ ađ blómstra. Ţađ blómstrar sem aldrei fyrr og hefur tekiđ vel viđ sér í tíđinni síđustu vikur.
Sannkallađur trjágarđur lóđin orđin og minnast Reyniviđurinn og Gullregniđ í miđjum garđi.
Komiđ hefur fyrir ađ ţau hefji upp raust sína en ţađ er nú önnur saga...
Bćkur | 20.6.2007 | 19:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţá er Brasyl komin frá Amazon! Sérstök helgiathöfn í kvöld ţegar lesturinn hefst ađ loknum ströngum vinnudegi.
Mörg mannanna meinin og erfiđ mál í gangi ţessa sólfögru júnídaga hér í Norđrinu. Sorgir mannanna fara ekki í sumarfrí. Og syndir feđranna fara marga hringi.
Bćkur | 19.6.2007 | 14:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţađ er kominn Sautjándi Júní! Ýmsar vangaveltur ţessa ţjóđhátíđ. Eins og hvert ţessi blessuđ ţjóđ stefni, á hvađa siglingu ţjóđarskútan sé?
Kannski í sömu átt og Skipiđ hans Stefáns Mána, dettur mér í hug. En Almćttiđ forđi okkur frá ţví. Blikur á lofti og allt raunar til í okkar samfélagi sem Stefán Máni skrifar um í Skipinu.
Gat bara ekki hćtt ađ lesa. Frábćr penni og ţvílíkt persónugallerí. Sortinn og sorinn ýmist úti eđa inni eftir ţví hvernig á er litiđ. Nefni nú engin nöfn.
Póstmódernískur; skyldi Ljósiđ dáiđ?
En áfram međ Sautjándann. Jibbí, jć...
Bćkur | 17.6.2007 | 23:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn mildur og fer batnandi. Fífilbrekka gróin grund ađ hćtti Jónasar Hallgrímssonar og hátíđ honum til heiđurs í dag á fćđingarstađ hans Hrauni í Öxnadal.
Skutlađi mínum gamla og góđa vini, Helga Hallgríms, náttúrufrćđingi, fram í Hraun. Margt um manninn í góđa veđrinu. Og túnfíflarnir í blóma lífsins. Gular breiđur víđa í dalnum.
Í fjallasal háum af Hraundröngum og Ţverbrekkuhnjúki; hinn hreini tónn. Ekki ađ furđa ađ Jónas yrđi bćđi skáld og náttúrufrćđingur, segir Helgi. Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla nćturský...
Venus skín hér skćrust morgun - og kvöldstjarna. Megi uppbyggingin í Hrauni verđa Jónasi til sóma og kynslóđum til heilla.
Stutt milli heimanna. A thin place.
Bćkur | 16.6.2007 | 16:40 (breytt 17.6.2007 kl. 22:53) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsókn í Snorrastofu í dag og nýja Reykholtskirkju. Já, hér er sannarlega allt međ miklum myndarbrag. Bókasafniđ umvafiđ mjúkri birtu sem fćr mann til ađ gleyma stund og stađ. Vel unnar sýningar um Snorra, gođorđ hans, samtíma og ritverk. Margt merkra drauma í ritum hans s.s. í Heimskringlu sem draumahópurinn frá BNA hefur mikinn áhuga á ađ frćđast betur um.
Meira ađ segja kvenna og barna og lífs ţeirra á Miđöldum er minnst á sérstakri sýningu. Loksins, konur og börn tekin međ!
Kirkjan einstök og steindir gluggar Valgerđar Bergsdóttur fágćtlega smekkvísir. Mildir brúnir tónarnir látlausir. Ekki krefjandi eins og svo oft er raunin međ steinda kirkjuglugga. Orgeliđ hangandi uppi međ geinarnar slútandi yfir kórbekkina - Lífsins tré - talandi.
Sannarlega góđ heimsókn. Allt á sínum stađ en sumt lúiđ. Snorri sjálfur fyrir framan gamla skóla og prestsbústađurinn hinum megin. Búiđ ađ mála gömlu timburkirkjuna - ađ innan í upprunalegum litum - og uppgröftur í gangi í Garđinum.
Hér gekk ég um götur ´67-68 og naut lífsins í Reykholti. Átti ţar góđa daga. Yndislegt var ađ kynnast ţeim sćmdarhjónum, ljúflingnum séra Einari og Önnu, ţeirri einstöku lćrdómskonu og enskumagister, og lesa hjá ţeim í prestsbústađnum undir landsprófiđ.
Í Reykholti urđu líka fyrstu kynni mín af hagnýtri sálfrćđi, af akademískum Parísar/Sorbonne straumum og af UNESCO. Ţennan vetur var UNESCO starfsmađurinn og prófessorinn, Andri Ísaksson, ađ vinna ađ nýjungum í kennslufrćđi og skólastarfi. Vorum viđ nemendur Reykholts ţennan vetur tilraunadýrin og létum okkur bara líka. Allt í anda Snorra og vísdómsins!
Snorri hefur reynst lífsseigur og er ţađ vel. Frábćrt ef álíka kraftur yrđi settur í uppbyggingu á fćđingarstađ hans, Hvammi í Dölum. Ţađan er margs ađ minnast, ekki síst kvenna og barna ţeirra. Ađ ógleymdri sjálfri formóđurinni djúpúđgu.
Bćkur | 14.6.2007 | 23:19 (breytt 15.6.2007 kl. 10:25) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfir jökli í fegurđ gćrdagsins, birtist allt í einu bleikleit slikja međ gylltu ljósmagni. Og bar ljóma á Stapafell. Mögnuđ örskotsstund. Svo hvarf ţetta undur.
Já; ekki er allt eins og ţađ sýnist hér viđ rćtur Jökulsins.
En góđ er ţessi ferđ á draumaslóđ í blíđviđri dagsins. Mjög trúlega verđur ţessi stađur valinn fyrir draumahópinn frá BNA nćsta vor.
Kraftbirting Náttúrunnar og hafiđ bláa svo langt sem augađ eygir...
In dreams...
Bćkur | 13.6.2007 | 11:48 (breytt kl. 11:51) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn heilsar hvítur. Mánudagur, hvítsilfrađur og í stíl viđ Luna. Og eins árs afmćlisdagur litla HH í Montréal. Verđur gaman í dag hjá ungum manni ađ hoppa og skoppa. Fara ađ feta ć stćrri skref út í hinn stóra heim.
Held á draumaslóđ ađ undirbúa komu draumahóps frá Bandaríkjunum. Ţađ er planađ langt fram í tímann. Man eftir ţessum siđ hjá tengdamóđur minni, bandarísku. Og hvađ mér fannst ţetta skrítinn siđur. En nú sé ég svo sem gildi hans.
Til hamingju enn og aftur HH. Hvítur og fallegur og algjör draumur, minn kćri!
Bćkur | 11.6.2007 | 10:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Gćrdagurinn var heilladrjúgur í suđrćnni sólarsveiflu á Hérađi. Juanita og Corcovado...
Gagnlegur vinnufundur á Ţróunarstofu og ţađan á Djúpavog á fund í Löngubúđ. Í ţetta notalega gamla verslunar-og pakkhús sem nú er safn Ríkharđs Jónssonar og hýsir jafnframt ráđherrastofu Eysteins Jónssonar. Merkir synir Djúpavogs, báđir aldir upp viđ Voginn eđa í nćsta nágrenni hans. Langabúđ er sannarlega góđ heim ađ sćkja ekki síđur nú en á fyrri tíđ. Kaffiđ og vöfflurnar standa alltaf fyrir sínu.
Djúpivogur á suđaustur ströndinni og Eyrarbakki á suđvestur ströndinni, helstu verslunarstađir landsins svo öldum skipti. Vegir ţess tíma voru djúp og stríđ vatnsföllin ţarna á milli enda hćttur margar og drukknanir tíđar. Og gengju mönnum ýmsir fyrirbođar bćđi í draumi og vöku. Hreint ótrúlegt hvernig fólk fór ađ og virđist í raun hafa ferđast mun meira en nútímamađurinn heldur.
Af allri fegurđinni viđ Voginn og sögunni, stendur Búlandstindurinn upp úr í orđsins fyllstu. Formfagur og sveipađur dulúđ drauma og töfra. Lógó sveitarfélagsins Djúpavogs. Stćrstur pýramída. Og hver veit hvađ hann geymir.
Mér eru í minni sögurnar hennar ömmu Ingibjargar af ţessum slóđum forfeđranna, sögurnar af íslenska Pýramídanum, Gođaborginni og Rakkaberginu. Sögur af margbreytilegum verum ţessa heims og annars.
Já; hvađ vitum viđ svo sem...
Bćkur | 8.6.2007 | 16:39 (breytt kl. 16:55) | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)