Balquhidder - Fagridalur

Hugurinn leitar heim í Fagradal - Balquhidder í suđurjađri skosku hálandanna. Til ţessara stórbrotnu heimkynna McGregora og McFarlaina. Og okkar gömlu heimkynna, íslensku Skotanna!

Nú er allt í blóma og útsýniđ af Man´s Rock hreint frábćrt yfir vötnin tvö - Loch Voil og Loch Doine. Skyldu orkídeurnar ná ađ blómgast vel ţetta sumariđ faldar í víđfemu mýrlendi dalsins góđa? Aldrei ađ vita nema svarta orkídean dyljist ţarna einhvers stađar, vandlega hulin mannanna sjónum eins og svo margt annađ í töfraheimi Fagradals.

 Balquhidder; viđ erum á leiđinni!

Heim...


Ljósblik í dagsins önn

Mitt í dagsins önn berast ljósblikin inn í líf okkar. Hvađan, skal ekki segja. Nóg er af mannanna meinum í mínu starfi og ekkert lát á sorgum. Ţví er nú ver. En órćđu ljósblikin líkna og lćkna... 

 Satt er ţađ. Fólk er misklárt ađ fást viđ tilveruna í mannheimi. Velti oft fyrir mér ţeirri sálfrćđi ađ fólk slái taktinn á ólíkan hátt eđa slái raunar ólíka takta; ađ ekki séu allir eins. Ađ fólk sé oft meira ólíkt en líkt. Eđa eins og sagt hefur veriđ á engilsaxnesku:

 People are different drummers.

 


Einstök draumgáfa Oddaverja

Minntist á Vatnsdalinn áđan og eins á sitthvađ um drauma. Leiđir hugann ađ Gretti sterka Ásmundarsyni og ađ merkum draumum hans. En Grettir var af ćtt Oddaverja og virđist sem draumgáfa ţeirra hafi veriđ einstök. Sér hennar ekki síđur stađ í Sturlungu. Ćttfađirinn; sjálfur Sćmundur fróđi sem sat Odda á Rangárvöllum á 12. öld. Gćddur ýmsum dulargáfum svo ekki sé meira sagt, sbr. sögurnar af Sćmundi á selnum og Púkablístrunni.

 Spurning međ genamengiđ og Oddaverja nútímans sem sumir geta rakiđ sig beint til Sćmundar. Til ađ mynda gegnum Loft og Jón son hans í Nćfurholti, Jón Loftsson, ríka, sem svo var kallađur. Kćmi ekki á óvart skv. kokkabókum erfđafrćđinnar ađ afkomendurnir reyndust margir hverjir magnađir draumamenn og draumkonur!

 Morgunljóst skv. nýlegri Gallup könnun á draumum Íslendinga ađ yfir 72% trúa ađ draumar hafi  einhverja merkingu fyrir ţá, séu ekki bara bull. Og ađ yfir 76% trúa ađ draumar geti sagt fyrir um óorđna hluti og um 40% hafa reynslu af slíkum forspárdaumum sjálfir.

Sem sé: draumtrúin er lifandi međal ţjóđarinnar og einstök draumgáfan heldur velli í aldanna rás!


Grúskađ í gömlum draumráđningabókum

Já; ţđ kennir sannarlega margra grasa í gömlu draumráđningarbókunum sem mér bárust fyrir nokkru. Báđar gefnar út á fyrri hluta 20. aldar og alls óvíst úr hvađa erlendum heimildum ţćr hafa veriđ ţýddar. Sami galli einkennir margar nýrri draumráđningabćkur. Erfitt ađ vita hvađan og frá hvađ tíma efniđ er fengiđ. Og ţví spurning hvort til séu einhver séríslensk draumtákn og viđeigandi ráđningar ţeirra, íslenskar. 

 Hér koma nokkur dćmi úr ţessum gömlu bókum:

 Gullfiskur: Ţađ er happamerki ađ dreyma gullfisk. Eitthvađ, ađ líkindum bréf, mun berast ţér langt ađ og valda ţér gleđi og ef til vill breytingu á högum ţínum.

 Kirkjuturn: Ađ sjá kirkjuturn í draumi er dreymandanum fyrir ţví ađ óeigingjarnar óskir hans munu rćtast og ást hans verđa endurgoldin.

 Sigling: Ađ sigla á lygnum sjó er fyrir velgengni en á úfnum sjó fyrir óláni. Ţađ getur oftast ţýtt ferđalag ađ dreyma siglingu.

Útvarp: Taliđ er ađ ţađ sé fyrir stórtíđindum ađ heyra í viđtćki í draumi.

 Draumasetriđ Skuggsjá sem stađsett er á Akureyri og Djúpavogi heldur úti vefnum www.skuggsja.is 

Ţar má finna ýmsan fróđleik um draumtákn og draumráđningar og um svefn og drauma almennt.

Sjá einnig bloggiđ draumar.blog.is

 

 


Á Vesturgötu

Bakkinn kvaddur međ virktum - ađ sinni a.m.k. Vesturgatan lofar góđu! Hátt til lofts og vítt til veggja. Útsýn út á Sundin blá, til Esjunnar og upp í Hvalfjörđ.

 Hér beint á móti bjó árum saman gömul og góđ vinkona mín, Sigurrós, sem lést í vetur. Blessunin mín. Vatnsdćlingur og mikill bóhem eins og hún átti ćttir til.

 Merkileg ţessi hringrás. Ţetta ferđalag og hótel okkar Jörđin. Og nú er nýr íbúi Vesturgötunnar á leiđ til Amsterdam og Brusseles ađ forframast ţar. Spćndende. En ţó meira spennandi hvađ tekur viđ ţegar heim er komiđ.

Nýtt lag trommađ...

 

 


Draumavefari - Dreamweaver

Brot úr degi á Rás 2 hafđi vinninginn yfir Johnny Cash á ferđalagi dagsins suđur yfir heiđar. Góđ tónlist; já, Brot úr degi klikkar ekki. Takk. Sakna ţess ţó hve sjaldan lag ţýska sálfrćđingsins Gary Wright - Draumavefari/Dream Weaver - heyrist á öldum ljósvakans. Eitt besta lag poppsögunnar! Samiđ fyrir Wayne´s World 1992. Hinn sálrćni Gary hefur samiđ međ snillingum á borđ viđ Elton John, George Harrison og Eric Clapton. Lag og texti hrein draumasmíđ. Gott ađ svífa međ ţví í draumlönd inn; leggja daginn frá sér: Dream Weaver I have just closed my eyes again Climbed aboard the Dream Weaver train Driver take away my worries of today And leave tomorrow behind... Dream Weaver I believe you can get me through the night Dream weaver I believe we can reach the morning light. Fly me high through the starry skies Or maybe to an astral plane Cross the highways of fantasy Help me to forget today´s pain... Dream Weaver I believe you can get me through the night Dream Weaver I believe we can reach the morning light. Though the dawn may be coming soon There still may be some time Fly me away to the bright side of the moon And meet me on the other side... Dream weaver I believe you can get me through the night Dream weaver I believe we can reach the morning light.

King of the road

Ţá er komiđ ađ ţví! Bakkinn bíđur.

 Búin ađ koma Johnny Cash út í bíl. Góđum ferđafélaga til marga ára á ţjóđvegum landsins. Brunandi međ King of the road, Ring of fire og Walk the line og annađ eyrnakonfekt.

Já, ţvílík dásemd inn í töfraheima landsins.

Vart hćgt ađ biđja um meira. 


Simatai

Dagbókarbrot úr Kínaferđ:

Loks gömul kínversk sveitamenning eftir örtröđina í Peking. Komin međ upp í kok af óhófi kaupmennskunnar í miđborginni. Aldrei séđ annađ eins en sagt ađ Shanghai sé međ margfalt fleiri kringlur. Hvar er ég stödd?

 Simatai. Útsýniđ frábćrt frá Simatai og gott ađ anda. Heiđur himinn. Innri Mongólía blasir viđ á ađra hönd. Og ţarna niđur frá undir hvítu skýi -  sem Kuan Yin, gyđja miskunnseminnar vakir yfir - glittir í Peking.

 

Skil ţetta bara ekki enn. 

Guđi sé lof fyrir fjöll.

Simatai!

Ţú bjargađir lífi mínu í Kína.


Bigmouth - Írskir orđhákar

Vinir og frćndur Írarnir á miklum og sögulegum tímamótum. Áttundi maí 07. Blađ brotiđ međ heimastjórn stríđandi fylkinga í Belfast. Og ekki vantar Bigmouth í samfélaginu. Frćgur Bigmouth og Dyflinardrengur er Bob Geldof sem ég kynntist á námsárunum í Bretlandi. Lćrifađir Bono. Verđur fremur minnst fyrir orđháksháttinn og aktívistaţreifingar - Live Aid og Band Aid - en tónlist sína međ Boomtown Rats.  En hvađ međ ţađ. Orđ eru til alls fyrst. Og orđ eru tónlist.

Svo er ţađ írsk/skoski rithöfundurinn Ian McDonald.  Mitt uppáhald og býr í Belfast. Gleymi aldrei ţegar ég eignađist bók hans River of Gods á Kastrup 2004. Algjör himnasending eftir langt flug frá Peking og ofmettun kapitalískra molla í miđborginni kínversku. Fjallar um nćsta bć, Varanasi Indlands, gömlu Benares, og lífiđ ţar eftir hálfa öld. 

Og nú var ţessi frábćri írsk/skoski orđhákur ađ senda frá sér annađ stórvirkiđ, Brasyl; búin ađ nćla mér í eintak á Amazon og bíđ spennt eftir póstinum. 

 Ţađ er ekki spurning, ţađ er komiđ ađ ţví ađ ţýđa Ian McDonald á ástkćra ylhýra. Veđja á Brasyl.


Grizzly Man

Ţađ var mynd sem ég sá hér fyrir nokkrum kvöldum og hafđi heilmikil áhrif á mig: Grizzly Man er kannski ekki merkilegasta listrćna mynd i heimi. En samt, geggjuđ, og sönn heimildarmynd um Bandaríkjamanninn Timothy Treadwell og baráttu hans í Alaska fyrir verndun grábjarna ţar. Eđa ţar til hann slitnađi í sundur sjálfur milli siđmenningarinnar og heims hins Villta. Var raunar étinn á endanum af gömlum grábirni.

 Hugtakiđ rándýr öđlast dýpri merkingu. Ađ vera villtur. Annar heimur.

Notkun orđsins rándýr ţegar viđ tölum um menn sem rándýr og villimennsku, bćđi skylt og óskylt grábjörnunum. Allt svo flókiđ hjá okkur. Nóg af rándýrunum í nútímasamfélagi. Og gott fyrir sálina ađ skođa af og til mannlega hegđun út frá rándýrinu. Oft međ svigalćvi. 

 Enda rán-dýrt ţetta líf okkar hér um stundir. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband