Þá eru fyrstu vorverkin í garðinum að baki með Hvítasunnunni. Ekki seinna vænna, úfið grasið kætti lítt. Tréin stór og smá tóku þó ótrúlega vel við sér í rekjunni og vornepjunni. Og nú skín sól!
Eyrarbakki er næstur á dagskrá og tiltekt þar. Gamli höfuðstaðurinn - 101 Íslands eins og Friðrik Erlingsson orðar það - alltaf góður heim að sækja. Upplifa stemningu gamla Íslands; ekki er þó hægt að segja að andi verslunarmenningarinnar svífi yfir Bakkanum. Ein búð á staðnum, fjölnota að vísu, gengur í daglegu tali undir nafninu Sjoppan.
Já, hafaldan há og fyrstu vorskipin komin...
Bloggar | 29.5.2007 | 21:00 (breytt 30.5.2007 kl. 16:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur í kortunum og djass á fóninum, Björn Thoroddsen et al. Ekki verra að hafa Mood Indigo eða Tea for Two með sér inn í daginn.
Nú eru það vorverkin í garðinum í kulda og trekk eða hvað. Þetta er löng helgi!
Þrátt fyrir copy/paste stjórnarfar, þá er margt gott í kortunum. Nóg af góðum íslenskum djassi; dugar langt í hringiðu daganna og betri þegar á reynir en lúnir pollíönnugallarnir.
Bloggar | 26.5.2007 | 11:54 (breytt 3.6.2007 kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur ný stjórn tekið við á Skerinu. Fögur fyrirheit og almannahagur í öndvegi. En það þarf bæði að byggja grunn og reisa þak þegar staðið er í nýbyggingum. Mér sýnist stjórnin ætla að byrja á þakinu, eða hvað. Jamm og jæja... En kannski henni takist að fá alla nýríku milljarðamæringana til að vinna í grunninum - í sjálfboðinni samfélagsþjónustu!
Já, það vantar margt í grunninn eða vantar kannski alveg grunninn. Hvar á t.d. að fá fólkið til að vinna fagstörfin í velferðarþjónustunni og minnka biðlistana. Á að hækka launin og laða það til starfa; sumir eru farnir úr landi og koma eflaust ekki aftur. Snefill af sjálfsvirðingu; en kannski hugsjónir ráði og ástin á Fróni. Hvað með heimilin, okurvextina og allar fjölskyldurnar sem hafa verið að tapa - og tapa. Og gamla fólkið. Blessuð börnin sem bíða þjónustu. Nei, þetta er sko ekkert djók.
Auðskipt og stéttskipt samfélag er búið að festa sig í sessi. Ekki lengur eins og að vakna upp af martröð og segja nú er allt í lagi eða fá plástur á meiddið. Nýr samfélagslegur raunveruleiki meðal vor sem aldrei fyrr.
En samt - Jóhanna lifi!Íslenska valkyrjan.
Jæja, ég held ég bregði mér bara í pollíönnugallann og segi bless í bili.
Bloggar | 25.5.2007 | 16:45 (breytt 29.5.2007 kl. 23:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)