Færsluflokkur: Bækur

Alba með gott gengi

Gaman var að sjá í heimsókninni til Skoltands - sem var frábær - hve mikið Skotar eru farnir að nota hið forna heiti landsins, Alba. Maður sér þetta strax nýlentur þegar komið er inní flugstöðvarbygginguna; Alba blasir við á veggjunum og skoski þjóðfáninn. Já; það hefur sannarlega lyft sjálfstrausti þeirra í hærri hæðir að öðlast sitt eigið þing enda gengur þeim nú mun betur í mörgum málaflokkum eins og í heilbrigðis-, félags - og velferðarmálum en nágrannaþjóðinni south of the border.

 Já; það er óhætt að segja að Alba gangi vel því í gærkvöldi sigruðu Skotar landsliðsleikinn í fótbolta við Íslendinga. Þeir síðarnefndu hefðu þurft á smá sjokkterpíu að halda þarna inni á vellinum strax í fyrri hálfleik vegna framgöngu versta dómara Belgíu. Nuts!

Nú er bara að spýta í lófana og halda áfram.


Firth of Forth

Skotland kallar og hálöndin, heimkynni okkar þar í Balquhidder á slóðum Rob Roy. Nú er það Stirling háskóli og draumarnir og verður spennandi að sjá hvað út úr þeirri heimsókn kemur. En ég held mig þó að mestu við Firth of Forth í þessari heimsókn eins og þeirri síðustu og Dunfermline, hina sjarmerandi miðaldahöfuðborg Skota. Leggst þar í skrif um drauma barna.

Nú er að leggja í hann með góða tónlist í farteskinu; ætli það verði ekki country sem hlýtur mesta spilun suður yfir heiðar.  

Kíki á Skovbo í Hafnarhúsinu hans Viggo Mortensen. Fékk bókina að gjöf fyrr í sumar. Ljóðræn og klárlega skrifuð af manni með ást á trjám! Ljós og skuggar.

Og draumarnir eru heldur ekki langt undan...

Vitnar m.a. skemmtilega í Edgar Allan Poe:

 

Those who dream by day

are cognizant of many

things which escape those

who dream only by night. 


Að halda andlitinu

Sjónvarpsmoðið er hreint að drepa mann úr leiðindum.

Og ekki bæta fréttir af nýjustu hræringum í íslenskri pólítík neinni sérstakri vonarbirtu við svona ef maður spáir í raunveruleikann og þjóðlífið. 

Það bjargaði síðustu kvöldum að horfa á Sporvagninn Girnd með stórgóðum leik Ann-Margaret og síðan Toscu í frábærum flutningi óperuparsins Angelu Gheorghiu og Roberto Alagna. Bæði verkin heilmikið drama, en þó eitthvað, sem maður tengir við og skilur. Annað en flatur óskapnaðurinn.

Veit ekki; sjálfsagt eitt depurðarkastið enn í allri græðgisvæðingunni þessi farsi sem nú er á samfélagsfjölunum. Og bla, bla, bla á skjánum kvöld eftir kvöld.

Ólympíuleikarnir lífga þó aðeins uppá; rauði liturinn kemur sterkur inn.

Sviðssetningar og brellur. 

Kemur ekki á óvart að orðatiltækið að halda andlitinu sé komið frá Kínverjum.

 


Myrkur á ágústkvöldi

Sumri hallar... Farin að kveikja á lömpunum, komið þetta hefðbundna og ljúfa myrkur á ágústkvöldi.  

Það er margt að baki og er vel. Raunar ótrúlega margt eftir þetta viðburðaríka sumar. Allt gekk að óskum í Konungsfjalli með fyrirlestrahaldið á draumaþingi; Rómargöngu og draumhjörtu sjómanna. 

Átta mig á að pílagrímsförin heldur áfram - lýkur sjálfsagt aldrei - og nú á nýjar slóðir. Trúlega verður það næst Magdalenuhöfði/Kapelluhöfði, sem förin liggur til, Cap-de-la-Madeleine, í Quebec. Elsta kapella/kirkja Kanada er þar staðsett, og Chemin du Roy, elsti vegur Kanada, liggur þar um.

Merkilegt hvernig maður rambar á þessa vegi - og staði.

Hef séð glitta í Magdalenuhöfða úr lofti yfir St. Lawrence stórfljótinu þar sem það mætir St. Maurice með borgina Trois Riviers á næsta leyti. Undarlegt aðdráttarafl svona úr lofti...

 Flestir Íslendingarnir, sem fóru til Vesturheims, komu upphaflega til Quebec fylkis enda þótt þeir dreifðust síðan þaðan. Kannski er enn eitthvað að heyra af þeim og þeirra draumum í Cap-de-la-Madeleine?

 


Hjörtu fulll af draumum...

Þá er hann runninn upp hinn makalausi 4. júlí í sól og sumaryl hér á norðurhjara. Loksins hefur þokuloftið og súldin verið hrakin á brott í firðinum.

Það er afmæli lítils stúfs í Konungsfjalli í dag. Til hamingju, elsku Jakob! Amma og Birta eru á leiðinni í stóru flugvélinni. 

 Búin að berja báða fyrirlestrana saman fyrir stóra draumþingið og glærur tilbúnar með aðstoð Villa. Og ánægð með afraksturinn. Hjörtu full af draumum og íslenskur dreymandi í ítalskri pílagrímsferð.

 Rómargangan endar í Konungsfjalli að þessu sinni með því að heiðra minningu formóður vorrar, Guðríðar þorbjarnardóttur, sem bæði kom til Vesturheims og braut með því blað og gekk síðan til Róms. Meiri krafturinn!


Poppkúltúr, Stirling háskóli og aldraðir

Þá er maður lentur aftur á skerinu; magalentur?

 Ferðin á fund Skota og til Stirling var ótrúlega skemmtileg. Fjörutíu ára afmælið mjög hátíðlegt með flottum Gala dinner á Sólstöðum í Pathfoot.

Þeir halda sig við poppkúltúrinn þar á bæ og hafa nú helgað nýjustu bygginu háskólasvæðisins þeim ágæta penna Iris Murdoch. Hún þjáðist af Alzheimer síðustu árin, blessunin, og er þessi bygging í minningu hennar nú aðalmiðstöð öldrunarfræða í Skotlandi. Það er Dame Jude Dench sem er verndari hinnar nýju stofnunar. Lék Murdoch eftirminnilega fyrir nokkrum árum í mynd um líf hennar og störf.

Eftir 15 ár eða svo er búist við að fleri verði á lífi yfir 60 ára aldri en undir 25 ára aldri! Merkilegar tölur og ástæða fyrir þjóðirnar að gera miklu meira strax í þágu aldraðra og undirbúa betur gjörbreytta samfélagsmynd. 

 Við höldum að það að svara eftirfarandi spurningum sé nú barnaleikur en fyrir minnisbilaðan aldraðan einstakling er þetta oft mjög erfitt; þoka hefur færst yfir skammtímaminnið:

Hvaða dagur er í dag? Hvaða ár er í dag?

Hvar ertu staddur núna?

Geturðu stafað orðið kvöld aftur á bak? 

 

Já; í hvað fara peningar okkar skattborgara svo sem?

 Popparar nútímans:

það styttist nefnilega í ellilífeyrisþáguna hjá þeim mörgum - okkur, ehm. 


Virkið í árbugðunni: Dunfermline, hin forna höfuðborg Skotlands

Til hamingju með þennan 17. júní.

Dagurinn kemur alltaf sterkur inn í minningunni frá æskuheimilinu við Ráðhústorg. Minningarbrot af öllum gestaganginum og pabba með fánann og litríkri mannlífsflóru torgsins. Hann var iðulega einn af aðalskipuleggjendum dagsins. I den.

 Nú er Skotlandsförin í bígerð. Verð mætt á svæðið á Sumarsólstöðum þann 20. eftir kvöldflug til Glasgow kvöldið áður. Og haldið beint til hinnar fornu höfuðborgar Skota, Dunfermline í Forthfirðinum hvar mikið er nú um dýrðir í tilefni af 700 ára ártíð Robert de Bruce, fyrsta konungs sameinaðs Skolands, sem þar er grafinn ásamt 10 öðrum skotakóngum og drottningum. Margir kannast við hann úr myndinni Braveheart með þeim trítilóðslega Mel Gibson.

Stirling háskóli næsta dag og 40 ára afmæli hans en þar var einmitt Braveheart heimsfrumsýnd á sínum tíma í Mac Robert´s listamiðstöðinni. 

Virkið í árbugðunni: Dunfermline...

Here we come.


Afmæli lítils engils - og englarnir hans Henry Corbin

Það er afmælisdagur lítils engils í dag. Hannesar Helga í Konungsfjalli. Tveggja ára stúfur sem segir svo fallega bæ, bæ í símann við ömmu. Sterkur íslenskur hljómur á þessum víðförlu orðum enskrar tungu: bæ, bæ um heimsbæ allan.

Dagur englanna 11. júní, 2008 hér í Fjólugötunni; það eru fræði franska heimspekingsins Henry Corbin um ímyndunaraflið og austræna  mystík í anda Rumi sem fanga athyglina á Rómargöngunni. Því áfram skal haldið. Og leiðin liggur um Ascona eða Monte Veritá - Sannleikshæð - við Maggiore vatn á mörkum Sviss og Ítalíu sem fóstrað hefur marga hugsuðina. Þar dvaldi Corbin öll vorin seinni hluta ævinnar í félagsskap Jung, Hillmann ofl.

Englar gegna stóru hlutverki í hugmyndakerfi Corbins. Ímyndunaraflið sækir á í draumfræðunum, mótvægi við yfirborðsmennsku og hráslaga vitrænnar vélhyggju...

Og góð eru tímamótin hjá þeim gamla sem nú hefur haft vistaskipti, kvatt velgjörðarmenn sína á sjúkrahúsinu. Virðist ætla að una vel hag sínum á nýja staðnum, framtíðarheimilinu. Gamla fólkið engilbjart í reisn sinni; tökum það sem of sjálfsögðum hlut hvernig þau þurfa að takast á við sárar breytingar og aðlagast.

Yfir og allt um kring. 


Rómargangan og Stirling

Held áfram Rómargöngunni og undirbúningi fyrirlestranna í Montréal í júlí. Nú er það Stirling og möguleg tengsl við hina fornu leið Rómargöngunnar hvort sem talað er um að fara hana frá Íslandi til Ítalíu eða frá Ítalíu til Íslands hér forðum. Orðið nokkuð ljóst að gangan var ekki one way street.

Búin að heyra í Villa út af glærunum og verður frábært að fá bakgrunn með spegilmynd af rauðbleikri rós; þessi frábæra mynd heitir Reflection. Þetta er hvort sem er allt ein alls herjar reflection - og engin rós er án þyrna; Rómargangan þyrnum stráð. Var við einhverju öðru að búast?

Brátt verður flogið - ekki gengið - á vit Rómargöngunnar, sem sé til Skotlands og Stirling í 40 ára afmælið. Skyldi sú ágæta kona, alin upp í Indlandi, Dame Diana Rigg, kanslari háskólans, mæla fram á Hindí? Kæmi ekki á óvart, skólinn og forsvarsmenn hans, kennarar og stúdentar löngum verið multicultural í mörgu tilliti. Dame Diana Rigg átti flott hlutverk nýlega og vel af hendi leyst sem abbadísin í myndinn The Painted Veil. Enn að leika, blessunin enda þótt aldurinn færist yfir.

Góðir hlutir að gerast í málum gömlu hjónanna og pabbi loks búinn að fá sinn samastað og á leið þangað í næstu viku. Kemur allt og mjög merkilegt hvernig heilunin hefur flætt inn og umvafið hann. Verður seint útskýrt. Bara að þakka þrátt fyrir þyrnana sem fylgja þessu lífi okkar...


Að taka hjarta sitt í fóstur

Að taka hjarta sitt í fóstur. Það er málið! Því nú er komið nóg.

Þegar sorgirnar og bullið og ruglið í mannheimi reynist jafn yfirþyrmandi og nú um stundir...

 Sumir segja að sálin búi sér þar hvílu. Aðrir að sálin sé þarna bara í nokkrum blóðdropum í hjarta mannsins. Enn aðrir að hugrekkið búi í miðri hjartastöð - sem beri grænan, bleikan og gylltan lit - ásamt kærleikanum og góðum dyggðum.

Veit svo sem ekki, bara að þetta er leiðin áfram! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband